Erlent

Eiga í vandræðum með að komast á hamfarasvæðin á Haítí

Atli Ísleifsson skrifar
Fellibylurinn Matthew hefur leitt af sér flóð og aurskriður vestast á Haítí.
Fellibylurinn Matthew hefur leitt af sér flóð og aurskriður vestast á Haítí. Vísir/AFP
Björgunarsveitir berjast enn við að komast til afskekktustu svæða Haítí eftir að fellibylurinn Matthew fór þar yfir með miklum eyðileggingarkrafti.

Stormurinn er sá öflugasti í tæpan áratug og eru að minnsta kosti tíu látnir og þúsundir hafa misst heimili sín.

Til stóð að halda forsetakosningar í landinu um komandi helgi en þeim hefur nú verið frestað.

Matthew fór síðan yfir Kúbu og nálgast nú Bahamaeyjar óðfluga. Þá eru íbúar í Flórída og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum farnir að búa sig undir komu stormsins.

Búið er að aflýsa allri flug- og sjóumferð á eyjunum og hefur fólk verið hvatt til fjalla og halda sig fjarri ströndinni.

Matthew er sem stendur þriðja stigs fellibylur en búist er við að hann sæki í sig veðrið þegar hann nálgast Bandaríkin.

Vindhviður hafa farið upp í 60 metra á sekúndur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×