Varaforseti FIFA: Gott fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 11:15 Victor Montagliani. Vísir/EPA Victor Montagliani, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hefur kannski öðruvísi skoðanir á umdeildu máli en flestir. Svo halda menn kannski þar til að þeir kynna sér málið vetur. Þetta er nefnilega spurning um sjónarhorn. Spillingarmálin hafa farið illa með FIFA síðustu mánuði og hafa bæði kallað fram nýja menn í forystu sem og nýjar vinnuaðferðir innanhúss. Eitt það umdeildasta var að leyfa Rússlandi og Katar að halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir. Montagliani er hinsvegar á því að það sé eitt það besta sem gerðist fyrir FIFA. Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin í desember 2010 en Montagliani lítur á það sem svo að sú ákvörðun hafi komið hlutnum á hreyfingu. Margir hafa hneykslast á því að þjóðir hafa getað „keypt“ sér HM en það er líka hægt að sjá jákvæðu hliðarnar á þeirri ákvörðun. Montagliani velur það sjónarhorn. „Ég tel að þetta hafi gert útslagið. Ef Rússland og Katar hefðu ekki fengið þessar heimsmeistarakeppnir þá værum við ekki í þeirri stöðu að geta hreinsað til í fótboltanum. Ef England hefði fengið HM þá hefði kannski ekkert breyst,“ sagði Victor Montagliani við BBC. „Kannski var það besta sem gerðist fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar,“ sagði Victor Montagliani. Montagliani hefur verið forseti Concacaf, Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, síðan í maí. Spillingin hefur verið hvað mest innan hans álfusambands. Forverar hans í formannsstólnum, Jeffrey Webb og Alfredo Hawit, voru báðir settir í bann eftir rannsókn á spillingu innan veggja FIFA. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Victor Montagliani, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hefur kannski öðruvísi skoðanir á umdeildu máli en flestir. Svo halda menn kannski þar til að þeir kynna sér málið vetur. Þetta er nefnilega spurning um sjónarhorn. Spillingarmálin hafa farið illa með FIFA síðustu mánuði og hafa bæði kallað fram nýja menn í forystu sem og nýjar vinnuaðferðir innanhúss. Eitt það umdeildasta var að leyfa Rússlandi og Katar að halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir. Montagliani er hinsvegar á því að það sé eitt það besta sem gerðist fyrir FIFA. Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin í desember 2010 en Montagliani lítur á það sem svo að sú ákvörðun hafi komið hlutnum á hreyfingu. Margir hafa hneykslast á því að þjóðir hafa getað „keypt“ sér HM en það er líka hægt að sjá jákvæðu hliðarnar á þeirri ákvörðun. Montagliani velur það sjónarhorn. „Ég tel að þetta hafi gert útslagið. Ef Rússland og Katar hefðu ekki fengið þessar heimsmeistarakeppnir þá værum við ekki í þeirri stöðu að geta hreinsað til í fótboltanum. Ef England hefði fengið HM þá hefði kannski ekkert breyst,“ sagði Victor Montagliani við BBC. „Kannski var það besta sem gerðist fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar,“ sagði Victor Montagliani. Montagliani hefur verið forseti Concacaf, Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, síðan í maí. Spillingin hefur verið hvað mest innan hans álfusambands. Forverar hans í formannsstólnum, Jeffrey Webb og Alfredo Hawit, voru báðir settir í bann eftir rannsókn á spillingu innan veggja FIFA.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira