May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2016 13:36 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017. Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017.
Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24