Beinin segja mikla sögu Birta Björnsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:30 Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala. Fornminjar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala.
Fornminjar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira