Innlent

Forsetaframbjóðandi spilaði útileguslagara og söng með

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson kann að syngja og spila á píanó. Það kom í ljós þegar Ísland í dag tók hús á Hrannari á heimili hans við Garðastræti í Vesturbæ Reykjavíkur.

Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.

Ýmislegt fróðlegt kom upp úr krafsinu í viðtalinu í Íslandi í dag í gær þar sem hann ræddi hugmyndir sínar um forsetaembættið og hvers vegna „venjulegur maður“ ætti að gegna embættinu. Hann hefur sungið á sviði með Páli Óskari og Stefáni Hilmarssyni og skoraðist ekki undir áskorun að spila á fallegt píanó sem er að finna á heimili hans.

Innslagið í heild má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Hver verður næsti forseti Íslands?

Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×