Fótbolti

Cristiano Ronaldo segist eiga tíu ár eftir í fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo á blaðamannfundinum í dag.
Cristiano Ronaldo á blaðamannfundinum í dag. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo hitti blaðamenn í dag þar sem kynntur var nýr fimm ára samningur hans við spænska stórliðið Real Madrid. Cristiano Ronaldo, sem verður 36 ára þegar samningurinn rennur út, tók það skýrt fram að þetta verði ekki hans síðasti samningur á ferlinum.

Samningur Cristiano Ronaldo og Real Madrid átti að renna út í júní 2018 en nú er hann með nýjan samning til júní 2021.

„Ég vil umfram allt njóta þeirra ára sem ég á eftir í boltanum. Ég tel að ég eigi enn eftir tíu ár,“ sagði Cristiano Ronaldo en mun hann klára ferillinn á Santiago Bernabeu. „Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ svaraði Portúgalinn sposkur.

Cristiano Ronaldo hefur skorað 371 mark fyrir Real Madrid síðan að hann kom til félagsins frá Manchester árið 2009.

„Ég verð örugglega hér næstu fimm árin en ég tek það skýrt fram að þetta verður ekki minn síðasti samningur,“ sagði Ronaldo.

„Ég margoft talað um það að þetta félag á sér sinn stað í mínu hjarta. Real Madrid er hluti af mér og ég vil vera hér í mörg ár til viðbótar,“ sagði Ronaldo og bætti við þegar blaðamenn gengu á hann á fundinum.

„Auðvitað vil ég enda ferilnn hjá Real. Ég vil halda áfram að skrifa söguna hjá þessu félagi,“ sagði Ronaldo.

Vikulaun Cristiano Ronaldo verða áfram í kringum 365 þúsund pund eða meira en 50 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×