Hver er Merrick Garland? Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 14:55 Merick Garland hefur starfað sem dómari viðalríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C. Vísir/AFP Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn. Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn.
Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35
Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27
Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30