Lögreglu auðvelduð upplýsingaskipti Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. júní 2016 07:00 Dómsmálaráðherrar Bandaríkjanna og Hollands, Loretta Lynch og Ard van der Steur, undirrita samninginn ásamt Veru Jourova, sem fer með dómsmál, neytendamál og jafnrétti kynjanna í framkvæmdastjórn ESB. vísir/EPA Samningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um meðferð persónugagna í samskiptum lögregluyfirvalda var undirritaður í Hollandi í gær. Í aðra röndina er samningnum ætlað að auðvelda samstarf lögregludeilda í Bandaríkjunum og aðildarríkjum Evrópusambandsins. Auðveldara verður að skiptast á upplýsingum milli landa í lögreglumálum. Á hinn bóginn á samningurinn að tryggja vernd persónuupplýsinga í slíku samstarfi. Efasemdir hafa þó verið viðraðar um þennan þátt samningsins, meðal annars á vettvangi Evrópuþingsins. Evrópuþingið á reyndar eftir að greiða atkvæði um samninginn, þannig að þótt hann hafi verið undirritaður hefur hann ekki verið staðfestur og tekur ekki gildi fyrr en eftir að því ferli er lokið. Samninginn undirrituðu þau Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Vera Jourova, sem sér um dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ásamt Ard van der Steur, dómsmálaráðherra Hollands, en Holland fer nú með formennsku í framkvæmdastjórninni. Van der Steur sagði samninginn standa fyrir þau siðferðilegu gildi, sem Evrópusambandið og Bandaríkin hafa í hávegum. „Hann mun efla samstarf milli lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu í baráttunni gegn alvarlegum glæpum og hryðjuverkum,“ sagði hann, og bætti við: „Hann mun ýta undir það að full virðing verði borin fyrir grundvallarréttindum í hvert skipti sem skipst er á persónugögnum milli okkar.“ Samningurinn var gerður í september síðastliðnum, en samningaviðræður höfðu þá staðið yfir frá árinu 2010. Þeim var svo hraðað eitthvað árið 2013 í kjölfarið á uppljóstrunum Edwards Snowden, sem sýndu að leyniþjónustustofnanir beggja vegna Atlantshafsins höfðu í stórum stíl safnað persónuupplýsingum með því að fylgjast með símtölum og netsamskiptum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Eftir að viðræðum lauk, í september síðastliðnum, áttu Bandaríkjamenn þó eftir að gera lagabreytingar sem tryggja að íbúar Evrópuríkja geti leitað réttar síns í Bandaríkjunum með sama hætti og heimamenn. Bandaríkjaþing samþykkti þær lagabreytingar snemma á þessu ári, en mannréttindasamtök segja þær engan veginn ganga nógu langt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Samningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um meðferð persónugagna í samskiptum lögregluyfirvalda var undirritaður í Hollandi í gær. Í aðra röndina er samningnum ætlað að auðvelda samstarf lögregludeilda í Bandaríkjunum og aðildarríkjum Evrópusambandsins. Auðveldara verður að skiptast á upplýsingum milli landa í lögreglumálum. Á hinn bóginn á samningurinn að tryggja vernd persónuupplýsinga í slíku samstarfi. Efasemdir hafa þó verið viðraðar um þennan þátt samningsins, meðal annars á vettvangi Evrópuþingsins. Evrópuþingið á reyndar eftir að greiða atkvæði um samninginn, þannig að þótt hann hafi verið undirritaður hefur hann ekki verið staðfestur og tekur ekki gildi fyrr en eftir að því ferli er lokið. Samninginn undirrituðu þau Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Vera Jourova, sem sér um dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ásamt Ard van der Steur, dómsmálaráðherra Hollands, en Holland fer nú með formennsku í framkvæmdastjórninni. Van der Steur sagði samninginn standa fyrir þau siðferðilegu gildi, sem Evrópusambandið og Bandaríkin hafa í hávegum. „Hann mun efla samstarf milli lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu í baráttunni gegn alvarlegum glæpum og hryðjuverkum,“ sagði hann, og bætti við: „Hann mun ýta undir það að full virðing verði borin fyrir grundvallarréttindum í hvert skipti sem skipst er á persónugögnum milli okkar.“ Samningurinn var gerður í september síðastliðnum, en samningaviðræður höfðu þá staðið yfir frá árinu 2010. Þeim var svo hraðað eitthvað árið 2013 í kjölfarið á uppljóstrunum Edwards Snowden, sem sýndu að leyniþjónustustofnanir beggja vegna Atlantshafsins höfðu í stórum stíl safnað persónuupplýsingum með því að fylgjast með símtölum og netsamskiptum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Eftir að viðræðum lauk, í september síðastliðnum, áttu Bandaríkjamenn þó eftir að gera lagabreytingar sem tryggja að íbúar Evrópuríkja geti leitað réttar síns í Bandaríkjunum með sama hætti og heimamenn. Bandaríkjaþing samþykkti þær lagabreytingar snemma á þessu ári, en mannréttindasamtök segja þær engan veginn ganga nógu langt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira