Lögreglu auðvelduð upplýsingaskipti Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. júní 2016 07:00 Dómsmálaráðherrar Bandaríkjanna og Hollands, Loretta Lynch og Ard van der Steur, undirrita samninginn ásamt Veru Jourova, sem fer með dómsmál, neytendamál og jafnrétti kynjanna í framkvæmdastjórn ESB. vísir/EPA Samningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um meðferð persónugagna í samskiptum lögregluyfirvalda var undirritaður í Hollandi í gær. Í aðra röndina er samningnum ætlað að auðvelda samstarf lögregludeilda í Bandaríkjunum og aðildarríkjum Evrópusambandsins. Auðveldara verður að skiptast á upplýsingum milli landa í lögreglumálum. Á hinn bóginn á samningurinn að tryggja vernd persónuupplýsinga í slíku samstarfi. Efasemdir hafa þó verið viðraðar um þennan þátt samningsins, meðal annars á vettvangi Evrópuþingsins. Evrópuþingið á reyndar eftir að greiða atkvæði um samninginn, þannig að þótt hann hafi verið undirritaður hefur hann ekki verið staðfestur og tekur ekki gildi fyrr en eftir að því ferli er lokið. Samninginn undirrituðu þau Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Vera Jourova, sem sér um dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ásamt Ard van der Steur, dómsmálaráðherra Hollands, en Holland fer nú með formennsku í framkvæmdastjórninni. Van der Steur sagði samninginn standa fyrir þau siðferðilegu gildi, sem Evrópusambandið og Bandaríkin hafa í hávegum. „Hann mun efla samstarf milli lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu í baráttunni gegn alvarlegum glæpum og hryðjuverkum,“ sagði hann, og bætti við: „Hann mun ýta undir það að full virðing verði borin fyrir grundvallarréttindum í hvert skipti sem skipst er á persónugögnum milli okkar.“ Samningurinn var gerður í september síðastliðnum, en samningaviðræður höfðu þá staðið yfir frá árinu 2010. Þeim var svo hraðað eitthvað árið 2013 í kjölfarið á uppljóstrunum Edwards Snowden, sem sýndu að leyniþjónustustofnanir beggja vegna Atlantshafsins höfðu í stórum stíl safnað persónuupplýsingum með því að fylgjast með símtölum og netsamskiptum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Eftir að viðræðum lauk, í september síðastliðnum, áttu Bandaríkjamenn þó eftir að gera lagabreytingar sem tryggja að íbúar Evrópuríkja geti leitað réttar síns í Bandaríkjunum með sama hætti og heimamenn. Bandaríkjaþing samþykkti þær lagabreytingar snemma á þessu ári, en mannréttindasamtök segja þær engan veginn ganga nógu langt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Samningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um meðferð persónugagna í samskiptum lögregluyfirvalda var undirritaður í Hollandi í gær. Í aðra röndina er samningnum ætlað að auðvelda samstarf lögregludeilda í Bandaríkjunum og aðildarríkjum Evrópusambandsins. Auðveldara verður að skiptast á upplýsingum milli landa í lögreglumálum. Á hinn bóginn á samningurinn að tryggja vernd persónuupplýsinga í slíku samstarfi. Efasemdir hafa þó verið viðraðar um þennan þátt samningsins, meðal annars á vettvangi Evrópuþingsins. Evrópuþingið á reyndar eftir að greiða atkvæði um samninginn, þannig að þótt hann hafi verið undirritaður hefur hann ekki verið staðfestur og tekur ekki gildi fyrr en eftir að því ferli er lokið. Samninginn undirrituðu þau Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Vera Jourova, sem sér um dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ásamt Ard van der Steur, dómsmálaráðherra Hollands, en Holland fer nú með formennsku í framkvæmdastjórninni. Van der Steur sagði samninginn standa fyrir þau siðferðilegu gildi, sem Evrópusambandið og Bandaríkin hafa í hávegum. „Hann mun efla samstarf milli lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu í baráttunni gegn alvarlegum glæpum og hryðjuverkum,“ sagði hann, og bætti við: „Hann mun ýta undir það að full virðing verði borin fyrir grundvallarréttindum í hvert skipti sem skipst er á persónugögnum milli okkar.“ Samningurinn var gerður í september síðastliðnum, en samningaviðræður höfðu þá staðið yfir frá árinu 2010. Þeim var svo hraðað eitthvað árið 2013 í kjölfarið á uppljóstrunum Edwards Snowden, sem sýndu að leyniþjónustustofnanir beggja vegna Atlantshafsins höfðu í stórum stíl safnað persónuupplýsingum með því að fylgjast með símtölum og netsamskiptum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Eftir að viðræðum lauk, í september síðastliðnum, áttu Bandaríkjamenn þó eftir að gera lagabreytingar sem tryggja að íbúar Evrópuríkja geti leitað réttar síns í Bandaríkjunum með sama hætti og heimamenn. Bandaríkjaþing samþykkti þær lagabreytingar snemma á þessu ári, en mannréttindasamtök segja þær engan veginn ganga nógu langt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira