Slæmar fréttir fyrir sumarið hjá KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2016 10:30 Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR. Vísir/Anton KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ??? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ???
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44
Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15