Sigmundur Davíð: Ljóst hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda kosningar í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 17:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04