Mótorhjólafólk veltir því mögulega fyrir sér af og til hvort að hjálmarnir þeirra séu skotheldir. Þá er líklegt að þeir sem spili tölvuleiki hafi velt þessu fyrir sér. Demolition Ranch á Youtube hefur tekið sig til og kannað það, en mótorhjólamaður sendi honum hjálm til þess að skjóta í.
Þó niðurstaðan muni líklega koma fáum á óvart, er þó eitt atriði sem á líklega eftir að gera það.