Erlent

USA Today hvetur lesendur til að hafna Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Á leiðarasíðunni eru listaðar átta ástæður þess að lesendur ættu ekki að kjósa Trump.
Á leiðarasíðunni eru listaðar átta ástæður þess að lesendur ættu ekki að kjósa Trump.
USA Today hefur brotið blað í sögu blaðsins með því að hvetja lesendur sína í fyrsta sinn til að kjósa ekki ákveðinn forsetaframbjóðenda.

Í leiðara blaðsins eru lesendur hvattir til að kjósa ekki „hinn hættulega lýðskrumara“ Donald Trump, þar sem hann er ekki „hæfur til að verða forseti“.

Blaðið lýsir þó ekki opinberlega yfir stuðningi við Hillary Clinton.

Á leiðarasíðunni eru listaðar átta ástæður þess að lesendur ættu ekki að kjósa Trump. Á meðal ástæðna eru að hann er sagður ekki búa yfir því sem krefst til að vera æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna, að hann stjórnist af fordómum og að hann sé „raðlygari“.

Fyrr í vikunni greindi hið íhaldssama blaða, Arizona Republic, yfir að það studdi Demókratann Hillary Clinton í forsetakosningunum. Þetta var í fyrsta sinn í 126 ár sem blaðið lýsir yfir stuðningi við Demókrata. AFP hefur greint frá því að í kjölfarið hafi líflátshótanir borist starfsmönnum blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×