Hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og svara spurningum um stjórnarskrána. Eftir erindi frambjóðenda verður tekið við spurningum á sal. Fundurinn er öllum opinn frá klukkan 12 til 13 í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík.
Alls eru níu manns í framboði; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. Guðrún Margrét verður ekki til svara á fundinum í dag.
Uppfært
Fundinum er lokið.