„Pitt og Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood“ Una Sighvatsdóttir skrifar 21. september 2016 20:12 Á innan við sólarhring urðu þau Brad Pitt og Angelina Jolie viðfangsefni rúmlega 2,5 milljóna tísta á Twitter undir myllumerkinu #Brangelina. Hálfur netheimur virðist í ástarsorg fyrir þeirra hönd á meðan hlakkar í hinum sem vilja þannig lýsa stuðningi við Jennifer Aniston, þótt engum sögum fari af því að hún gleðjist yfir óhamingju fyrrverandi eignmanns síns. En í hvoru liðinu sem fólk er þá virðist Brangelexit, eins og sumir kalla tíðindin, stefna í að verða skilnaður aldarinnar. Orsökin er óljós en slúðurmiðlar segja að framhjáhald Pitts með frönsku leikkonunni Marion Cottillard hafi gert útslagið. Aðrar fregnir herma að vaxandi spenna sé í hjónabandinu vegna þess að Jolie vilji draga sig út úr Hollywood og snúa sér að stjórnmálum, en hún hefur látið til sín taka sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og myndi eflaust þiggja að málstaður hennar þar fengi jafnmikla athygli og skilnaðurinn.Stjörnudýrkun lengi fylgt manninum Svo er það auðvitað stóra spurningin, hvað verður um börnin sex? Á skilnaðarpappírunum fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim, nokkuð sem Pitt er seint sagður munu samþykkja. Það kann að virðast fáránlegt að um allan heim láti fólk sig varða skilnað ókunnugra hjóna, en á hinn bóginn hefur stjörnudýrkun lengi fylgt manninum og fékk áður útrás í aðdáun á konungbornum og guðaverum. Hollywood stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri en venjulegt fólk og dýrkun á þeim virðist hluti af mannlegu eðli. Þannig hafa sálfræðirannsóknir sýnt fram á að persónur á sjónvarpsskjánum eigi það til að renna saman við leikarana í hugum áhorfenda, sem geta myndað sterk tengsl við hina ímynduðu vini og fundið til raunverulegrar sorgar yfir örlögum þeirra. Þegar um ræðir einar skærustu stjörnur samtímans eins og Pitt og Jolie er því kannski ekki furða að heimsbyggðin sé í áfalli.Hjónin nokkurs konar stofnun í Hollywood „Brad Pitt og Angelina Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood,“ sagði Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún ræddi skilnaðinn við Sindra Sindrason. „Þau eru nokkurs konar stofnun í Hollywood og fólk er að tala um þau séu svona eins og konungsborin hjón. Þess vegna vekur þessi skilnaður svo miklu meiri áhuga og athygli. Þetta er fólk sem byrjaði saman með látum, við munum að fólk fór í lið þar sem þetta var vonda nornin Jolie að stela manninum af þessari ástsælu bandarísku leikkonu Jennifer Aniston.“ Í gegnum árin hefur hefur ímynd Jolie og Pitt þó breyst og þau hafa náð að halda einkalífi sínu að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðlanna en það hefur heldur betur breyst nú þegar ítarlega er fjallað um skilnað þeirra um allan heim. „Þess vegna líka er áhuginn líka svo mikill. Þarna er fólk sem hefur svona verið með geislabaug og hann er svona að koma af. Þau eru nefnilega bara mennsk.“ Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Á innan við sólarhring urðu þau Brad Pitt og Angelina Jolie viðfangsefni rúmlega 2,5 milljóna tísta á Twitter undir myllumerkinu #Brangelina. Hálfur netheimur virðist í ástarsorg fyrir þeirra hönd á meðan hlakkar í hinum sem vilja þannig lýsa stuðningi við Jennifer Aniston, þótt engum sögum fari af því að hún gleðjist yfir óhamingju fyrrverandi eignmanns síns. En í hvoru liðinu sem fólk er þá virðist Brangelexit, eins og sumir kalla tíðindin, stefna í að verða skilnaður aldarinnar. Orsökin er óljós en slúðurmiðlar segja að framhjáhald Pitts með frönsku leikkonunni Marion Cottillard hafi gert útslagið. Aðrar fregnir herma að vaxandi spenna sé í hjónabandinu vegna þess að Jolie vilji draga sig út úr Hollywood og snúa sér að stjórnmálum, en hún hefur látið til sín taka sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og myndi eflaust þiggja að málstaður hennar þar fengi jafnmikla athygli og skilnaðurinn.Stjörnudýrkun lengi fylgt manninum Svo er það auðvitað stóra spurningin, hvað verður um börnin sex? Á skilnaðarpappírunum fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim, nokkuð sem Pitt er seint sagður munu samþykkja. Það kann að virðast fáránlegt að um allan heim láti fólk sig varða skilnað ókunnugra hjóna, en á hinn bóginn hefur stjörnudýrkun lengi fylgt manninum og fékk áður útrás í aðdáun á konungbornum og guðaverum. Hollywood stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri en venjulegt fólk og dýrkun á þeim virðist hluti af mannlegu eðli. Þannig hafa sálfræðirannsóknir sýnt fram á að persónur á sjónvarpsskjánum eigi það til að renna saman við leikarana í hugum áhorfenda, sem geta myndað sterk tengsl við hina ímynduðu vini og fundið til raunverulegrar sorgar yfir örlögum þeirra. Þegar um ræðir einar skærustu stjörnur samtímans eins og Pitt og Jolie er því kannski ekki furða að heimsbyggðin sé í áfalli.Hjónin nokkurs konar stofnun í Hollywood „Brad Pitt og Angelina Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood,“ sagði Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún ræddi skilnaðinn við Sindra Sindrason. „Þau eru nokkurs konar stofnun í Hollywood og fólk er að tala um þau séu svona eins og konungsborin hjón. Þess vegna vekur þessi skilnaður svo miklu meiri áhuga og athygli. Þetta er fólk sem byrjaði saman með látum, við munum að fólk fór í lið þar sem þetta var vonda nornin Jolie að stela manninum af þessari ástsælu bandarísku leikkonu Jennifer Aniston.“ Í gegnum árin hefur hefur ímynd Jolie og Pitt þó breyst og þau hafa náð að halda einkalífi sínu að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðlanna en það hefur heldur betur breyst nú þegar ítarlega er fjallað um skilnað þeirra um allan heim. „Þess vegna líka er áhuginn líka svo mikill. Þarna er fólk sem hefur svona verið með geislabaug og hann er svona að koma af. Þau eru nefnilega bara mennsk.“
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00
Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30
Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30