Lífið

Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá mæðginin saman á góðri stundu.
Hér má sjá mæðginin saman á góðri stundu. vísir/getty
Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014.

Bæði sendu þau frá sér yfirlýsingar í gær og tjáðu sig um málið. Í yfirlýsingu frá Jolie sem barst fjölmiðlum í gær kom fram að ákvörðun hennar hafi verið tekinn með hagsmuni fjölskyldunnar í huga. Einnig kom fram fram að hún myndi ekki tjá sig meira um málið og bað um að einkalíf hennar og fjölskyldunnar yrði virt á þessum erfiðu tímum.

Jolie hefur aftur á móti tjá sig aftur um málið við fréttastofu E! Þar kemur fram að Angelina muni alltaf taka allar ákvarðanir með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur frá aðdáendum sínum og vonast til að geta fengið frið til að vinna úr þessu.

Faðir Angelina Jolie er leikarinn Jon Voight og hefur hann einnig tjáð sig lítillega um málið í fjölmiðlum. „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun.“

Source: Graphiq

Tengdar fréttir

Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post

Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014.

Bestu móment Brangelinu

Stjörnuhjónanna verður svo sannarlega saknað af rauða dreglinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×