Lengsta þingi sögunnar frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 13:31 Alþingi snýr aftur að loknum kosningum. vísir/eyþór 145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Alþingi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Alþingi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira