Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Ingvar Haraldsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Karl Gauti Hjaltason skólastjóri Lögregluskólans sem hefur verið lagður niður. Mynd/lögregluskóli ríkisins Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. Karl Gauti á rétt á ársbiðlaunum bjóðist honum ekki annað sambærilegt starf hjá ríkinu eða einkaaðilum. Laun Karls Gauta hækka afturvirkt til 1. janúar 2015 og fylgir þróun launa kjararáðs. Alþingi samþykkti lagafrumvarp Ólafar Nordal innanríkisráðherra í maí, sem kveður á um að menntun lögreglumanna verði færð á háskólastig og Lögregluskóli ríkisins ásamt starfi skólastjórans verði lagður niður í haust. Ríkiskaup auglýsa nú eftir háskólum sem hafi áhuga á að taka námið að sér.Karl Gauti á rétt á eins árs biðlaunum þar sem hann hefur starfað lengur en 15 ár hjá ríkinu. Ákvörðun kjararáðs kemur í kjölfar bréfs sem Karl Gauti sendi ráðinu 9.desember 2015, áður en frumvarp um að leggja Lögregluskólann niður kom fram. Í því óskaði Karl Gauti eftir því að laun hans tækju mið af launum lögreglustjóra og sýslumanna. Í úrskurði kjararáðs segir að ekki hafi verið úrskurðað um laun skólastjórans frá 2004. Sá úrskurður er ekki aðgengilegur á vefsíðu kjararáðs. Nýjustu fáanlegu upplýsingar um laun skólastjóra Lögregluskólans eru í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur á Alþingi veturinn 2011 til 2012. Þar kemur fram að hann skuli fá greitt eftir launaflokki 502-133. Föst laun í þeim launaflokki eftir almenna 7,15 prósenta hækkun kjararáðs frá 1. júní eru 866 þúsund krónur á mánuði. Ekki kemur fram í svarinu hve há föst yfirvinna sé greidd með starfinu. Eftir hækkunina nú verða föst laun skólastjórans 957 þúsund krónur á mánuði auk greiðslna fyrir 25 fasta yfirvinnutíma sem nema 239 þúsund krónum á mánuði. Ekki hefur náðst í Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, eða starfsmenn kjararáðs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Hverjir skipa kjararáð? Kjararáð er skipað til fjögurra ára í senn. Í því sitja fimm nefndarmenn, þrír eru kosnir af Alþingi, einn er skipaður af Hæstarétti og einn af fjármála- og efnahagsráðherra. Núverandi nefndarmenn í kjararáði eru skipaðir til 30. júní 2018. Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs hæstaréttalögmaður, formaður kjararáðs, Óskar Bergsson, varformaður kjararáðs, kosinn af Alþingi Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherraFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. Karl Gauti á rétt á ársbiðlaunum bjóðist honum ekki annað sambærilegt starf hjá ríkinu eða einkaaðilum. Laun Karls Gauta hækka afturvirkt til 1. janúar 2015 og fylgir þróun launa kjararáðs. Alþingi samþykkti lagafrumvarp Ólafar Nordal innanríkisráðherra í maí, sem kveður á um að menntun lögreglumanna verði færð á háskólastig og Lögregluskóli ríkisins ásamt starfi skólastjórans verði lagður niður í haust. Ríkiskaup auglýsa nú eftir háskólum sem hafi áhuga á að taka námið að sér.Karl Gauti á rétt á eins árs biðlaunum þar sem hann hefur starfað lengur en 15 ár hjá ríkinu. Ákvörðun kjararáðs kemur í kjölfar bréfs sem Karl Gauti sendi ráðinu 9.desember 2015, áður en frumvarp um að leggja Lögregluskólann niður kom fram. Í því óskaði Karl Gauti eftir því að laun hans tækju mið af launum lögreglustjóra og sýslumanna. Í úrskurði kjararáðs segir að ekki hafi verið úrskurðað um laun skólastjórans frá 2004. Sá úrskurður er ekki aðgengilegur á vefsíðu kjararáðs. Nýjustu fáanlegu upplýsingar um laun skólastjóra Lögregluskólans eru í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur á Alþingi veturinn 2011 til 2012. Þar kemur fram að hann skuli fá greitt eftir launaflokki 502-133. Föst laun í þeim launaflokki eftir almenna 7,15 prósenta hækkun kjararáðs frá 1. júní eru 866 þúsund krónur á mánuði. Ekki kemur fram í svarinu hve há föst yfirvinna sé greidd með starfinu. Eftir hækkunina nú verða föst laun skólastjórans 957 þúsund krónur á mánuði auk greiðslna fyrir 25 fasta yfirvinnutíma sem nema 239 þúsund krónum á mánuði. Ekki hefur náðst í Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, eða starfsmenn kjararáðs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Hverjir skipa kjararáð? Kjararáð er skipað til fjögurra ára í senn. Í því sitja fimm nefndarmenn, þrír eru kosnir af Alþingi, einn er skipaður af Hæstarétti og einn af fjármála- og efnahagsráðherra. Núverandi nefndarmenn í kjararáði eru skipaðir til 30. júní 2018. Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs hæstaréttalögmaður, formaður kjararáðs, Óskar Bergsson, varformaður kjararáðs, kosinn af Alþingi Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherraFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira