Nám lögreglumanna verður á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:44 Frá Lögregluskóla ríkisins sem leggja á niður. Mynd/lögregluskóli ríkisins Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á þingi í maí á að færa menntun lögreglumanna á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður samhliða því. Ríkiskaup auglýstu eftir háskólum sem höfðu áhuga á að taka námið að sér en skilafrestur þátttökutilkynninga var til 22. júlí. Gögn bárust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík en umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði svo matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. „Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á þingi í maí á að færa menntun lögreglumanna á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður samhliða því. Ríkiskaup auglýstu eftir háskólum sem höfðu áhuga á að taka námið að sér en skilafrestur þátttökutilkynninga var til 22. júlí. Gögn bárust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík en umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði svo matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. „Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00