Nám lögreglumanna verður á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:44 Frá Lögregluskóla ríkisins sem leggja á niður. Mynd/lögregluskóli ríkisins Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á þingi í maí á að færa menntun lögreglumanna á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður samhliða því. Ríkiskaup auglýstu eftir háskólum sem höfðu áhuga á að taka námið að sér en skilafrestur þátttökutilkynninga var til 22. júlí. Gögn bárust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík en umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði svo matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. „Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á þingi í maí á að færa menntun lögreglumanna á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður samhliða því. Ríkiskaup auglýstu eftir háskólum sem höfðu áhuga á að taka námið að sér en skilafrestur þátttökutilkynninga var til 22. júlí. Gögn bárust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík en umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði svo matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. „Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00