Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 22:15 Kalifa Coulibaly og félagar í Gent komust áfram eftir sigurmark á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Vísir/EPA Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira