Planið hefur ekkert breyst þrátt fyrir tapið í Noregsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2016 06:00 Það var létt yfir Eiði Smára á æfingu landsliðsins. vísir/hanna Íslensku þjóðinni gefst tækifæri til að kveðja karlalandsliðið áður en það fer á EM þegar Ísland mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er ekki einungis síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM heldur einnig kveðjuleikur Lars Lagerbäck sem lætur sem kunnugt er af störfum eftir EM í Frakklandi og Heimir Hallgrímsson tekur einn við liðinu. „Ég myndi halda að það væri erfiðara að hætta með lið sem gengur vel. Þetta var erfið ákvörðun, jafnvel þótt við hefðum skipulagt þetta svona,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið dásamlegt að starfa með þessum hópi, leikmönnum og starfsliði. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ég er ekkert að yngjast eins og ég hef áður sagt. Ég held að þetta sé rétti tíminn til að stíga frá borði og veit að liðið verður í góðum höndum hjá Heimi,“ bætti Svíinn við.Lars stýrir strákunum í síðasta sinn á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/hannaÍslenska liðinu hefur ekki gengið vel í vináttulandsleikjum eftir að undankeppni EM lauk og síðast á miðvikudaginn tapaði Ísland 3-2 fyrir Noregi í Ósló. Heimir segir að úrslitin í þeim leik breyti engu um undirbúning íslenska liðsins fyrir EM sem hefst á föstudaginn. „Það hefur ekkert breyst í undirbúningnum þótt við höfum ekki spilað eins góðan leik gegn Noregi og við ætluðum að gera. Planið fyrir þennan leik hefur ekkert breyst eftir tapið í Noregi. Það sem við höfum sagt áður stendur,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í gær. Að hans sögn er mikilvægast að gefa þeim leikmönnum sem hafa spilað lítið upp á síðkastið spiltíma til að koma þeim í leikform fyrir stóra sviðið í Frakklandi. „Það eru ákveðnir leikmenn sem þurfa spiltíma og að komast í leikform. Það sást í leiknum gegn Noregi að leikmenn voru kannski ekki í sínu besta ástandi,“ sagði Heimir sem greindi einnig frá því að Kári Árnason myndi ekki spila með í kvöld vegna flensu. Aðrir eru klárir í bátana, þ. á m. Birkir Bjarnason sem æfði ekki með liðinu á föstudag og laugardag. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er einn þeirra leikmanna sem lítið hafa spilað að undanförnu og virkaði frekar ryðgaður í Noregsleiknum. Hann segist þó allur vera að koma til.Landsliðsfyrirliðinn spilaði nær allan leikinn gegn Noregi.vísir/hanna„Það er mikilvægt að fá mínútur, m.a. fyrir mig. Það er langt síðan ég spilaði síðast leik en svo fékk ég 80 mínútur á Noregi og það gekk vel, þótt ég hafi ekki átt neitt sérstakan leik,“ sagði Aron sem hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla. Hann er hissa á því að það sé ekki enn uppselt á leikinn en að sögn Ómars Smárasonar, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, var búið að selja 7.500 miða í gær. Laugardalsvöllurinn tekur um 10.000 manns í sæti. „Ég er hissa á því. Lars er að kveðja og þetta gæti verið síðasti leikur Eiðs Smára á Laugardalsvellinum. Mér finnst það svolítið skrítið en allt í góðu. Fólk er kannski að spara fyrir Frakkland,“ sagði Aron. Þrátt fyrir að ekki sé uppselt á leikinn í kvöld sagði Heimir að íslenska liðið væri þakklátt fyrir þann stuðning sem það hefur fengið. „Við erum ákaflega þakklátir fyrir allan þennan stuðning sem við höfum fengið. Þetta er kannski ekki mest sexí leikur sem við höfum spilað hérna. Við erum ekki vonsviknir með stuðninginn sem við höfum fengið, langt frá því,“ sagði Eyjamaðurinn og Eiður Smári bætti því við að einhvern tímann hefði það talist gott að fá 7.500 manns á völlinn. Eiður Smári er elsti og reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum og hefur spilað fjölda leikja á Laugardalsvellinum. Hann segir það alltaf sérstaka upplifun. „Þótt þetta sé ekki fallegasti eða stærsti völlur sem maður hefur spilað á, þá er eitthvað sérstakt við hann; sagan sem fylgir honum og sagan sem ég hef átt hér,“ sagði Eiður um Laugardalsvöllinn sem hann hefur spilað svo marga landsleiki á. Hann segir að það sé einstakt að vera á leið á EM, 20 árum eftir að hann spilaði sinn fyrsta landsleik. „Eftir því sem þú eldist áttar þú þig á að það hefur aðra og meiri merkingu að spila fyrir landsliðið þitt en en eitthvert annað lið. Þetta hefur verið löng leið, sannkölluð rússíbanareið. Það hafa verið hæðir og lægðir í þessu en það er frábært að vera á leið á EM undir lok landsliðsferilsins,“ sagði Eiður Smári sem segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna eftir EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Íslensku þjóðinni gefst tækifæri til að kveðja karlalandsliðið áður en það fer á EM þegar Ísland mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er ekki einungis síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM heldur einnig kveðjuleikur Lars Lagerbäck sem lætur sem kunnugt er af störfum eftir EM í Frakklandi og Heimir Hallgrímsson tekur einn við liðinu. „Ég myndi halda að það væri erfiðara að hætta með lið sem gengur vel. Þetta var erfið ákvörðun, jafnvel þótt við hefðum skipulagt þetta svona,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið dásamlegt að starfa með þessum hópi, leikmönnum og starfsliði. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ég er ekkert að yngjast eins og ég hef áður sagt. Ég held að þetta sé rétti tíminn til að stíga frá borði og veit að liðið verður í góðum höndum hjá Heimi,“ bætti Svíinn við.Lars stýrir strákunum í síðasta sinn á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/hannaÍslenska liðinu hefur ekki gengið vel í vináttulandsleikjum eftir að undankeppni EM lauk og síðast á miðvikudaginn tapaði Ísland 3-2 fyrir Noregi í Ósló. Heimir segir að úrslitin í þeim leik breyti engu um undirbúning íslenska liðsins fyrir EM sem hefst á föstudaginn. „Það hefur ekkert breyst í undirbúningnum þótt við höfum ekki spilað eins góðan leik gegn Noregi og við ætluðum að gera. Planið fyrir þennan leik hefur ekkert breyst eftir tapið í Noregi. Það sem við höfum sagt áður stendur,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í gær. Að hans sögn er mikilvægast að gefa þeim leikmönnum sem hafa spilað lítið upp á síðkastið spiltíma til að koma þeim í leikform fyrir stóra sviðið í Frakklandi. „Það eru ákveðnir leikmenn sem þurfa spiltíma og að komast í leikform. Það sást í leiknum gegn Noregi að leikmenn voru kannski ekki í sínu besta ástandi,“ sagði Heimir sem greindi einnig frá því að Kári Árnason myndi ekki spila með í kvöld vegna flensu. Aðrir eru klárir í bátana, þ. á m. Birkir Bjarnason sem æfði ekki með liðinu á föstudag og laugardag. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er einn þeirra leikmanna sem lítið hafa spilað að undanförnu og virkaði frekar ryðgaður í Noregsleiknum. Hann segist þó allur vera að koma til.Landsliðsfyrirliðinn spilaði nær allan leikinn gegn Noregi.vísir/hanna„Það er mikilvægt að fá mínútur, m.a. fyrir mig. Það er langt síðan ég spilaði síðast leik en svo fékk ég 80 mínútur á Noregi og það gekk vel, þótt ég hafi ekki átt neitt sérstakan leik,“ sagði Aron sem hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla. Hann er hissa á því að það sé ekki enn uppselt á leikinn en að sögn Ómars Smárasonar, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, var búið að selja 7.500 miða í gær. Laugardalsvöllurinn tekur um 10.000 manns í sæti. „Ég er hissa á því. Lars er að kveðja og þetta gæti verið síðasti leikur Eiðs Smára á Laugardalsvellinum. Mér finnst það svolítið skrítið en allt í góðu. Fólk er kannski að spara fyrir Frakkland,“ sagði Aron. Þrátt fyrir að ekki sé uppselt á leikinn í kvöld sagði Heimir að íslenska liðið væri þakklátt fyrir þann stuðning sem það hefur fengið. „Við erum ákaflega þakklátir fyrir allan þennan stuðning sem við höfum fengið. Þetta er kannski ekki mest sexí leikur sem við höfum spilað hérna. Við erum ekki vonsviknir með stuðninginn sem við höfum fengið, langt frá því,“ sagði Eyjamaðurinn og Eiður Smári bætti því við að einhvern tímann hefði það talist gott að fá 7.500 manns á völlinn. Eiður Smári er elsti og reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum og hefur spilað fjölda leikja á Laugardalsvellinum. Hann segir það alltaf sérstaka upplifun. „Þótt þetta sé ekki fallegasti eða stærsti völlur sem maður hefur spilað á, þá er eitthvað sérstakt við hann; sagan sem fylgir honum og sagan sem ég hef átt hér,“ sagði Eiður um Laugardalsvöllinn sem hann hefur spilað svo marga landsleiki á. Hann segir að það sé einstakt að vera á leið á EM, 20 árum eftir að hann spilaði sinn fyrsta landsleik. „Eftir því sem þú eldist áttar þú þig á að það hefur aðra og meiri merkingu að spila fyrir landsliðið þitt en en eitthvert annað lið. Þetta hefur verið löng leið, sannkölluð rússíbanareið. Það hafa verið hæðir og lægðir í þessu en það er frábært að vera á leið á EM undir lok landsliðsferilsins,“ sagði Eiður Smári sem segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna eftir EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira