Strákarnir fengu loksins að hitta konur og börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 15:00 Alexandra Helga birti þessa flottu mynd af þeim Fríðu, Pöttru, Söndru og Hólmfríði í Saint-Étienne á dögunum. Stelpurnar styðja svo sannarlega sína menn. Mynd af Instagram-síðu Alexöndru Helgu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00