Reyndi fjórum sinnum að lenda í Keflavík Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2016 11:30 Að sögn upplýsingafulltrúa ISAVIA mat flugstjóri aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda vélinni. vísir/ Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira
Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira