Felli vísindin inn í listina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2016 10:15 "Eins og flestum finnst mér blóm falleg,“ segir Georg. Vísir/Anton Brink Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016. Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016.
Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning