Felli vísindin inn í listina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2016 10:15 "Eins og flestum finnst mér blóm falleg,“ segir Georg. Vísir/Anton Brink Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016. Lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016.
Lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira