Hefur efasemdir um að flugvallarfrumvarp standist stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júní 2016 18:30 Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent