Hefur efasemdir um að flugvallarfrumvarp standist stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júní 2016 18:30 Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels