Gengur afar illa að manna störf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Mest vantar starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. vísir/anton brink Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira