Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2016 10:57 Bogi Nilsson. vísir/anton brink Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn frá RÚV. Í svarinu kemur enn fremur fram að hlutverk Boga verði að fela löghæfum manni að fara með málið sem héraðssaksóknari. Áður hafði Ólafur Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi, verið settur saksóknari en honum síðar vikið þar sem lögmaður annars málshefjanda taldi vináttu hans við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, valda vanhæfi hans. Sigríður Björk er vitni í málinu. Áður höfðu embætti Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara lýst sig vanhæf til að fara með málið. Kæra sakborninganna tveggja í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmanns Nova, og lögreglumannsins GunnarS Scheving Thorsteinssonar, lýtur að röngum sakargiftum og meintum brotum Öldu Hrönn í starfi sínu. Þrír voru handteknir í tengslum við málið á vormánuðum árs 2014. Tveir þeirra voru ekki ákærðir en Gunnar Scheving var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu. Honum var hins vegar ekki gerð refsing fyrir brot sitt. Þá hafði hann verið ákærður fyrir að fletta upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar en sá liður var felldur niður. Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27 Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn frá RÚV. Í svarinu kemur enn fremur fram að hlutverk Boga verði að fela löghæfum manni að fara með málið sem héraðssaksóknari. Áður hafði Ólafur Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi, verið settur saksóknari en honum síðar vikið þar sem lögmaður annars málshefjanda taldi vináttu hans við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, valda vanhæfi hans. Sigríður Björk er vitni í málinu. Áður höfðu embætti Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara lýst sig vanhæf til að fara með málið. Kæra sakborninganna tveggja í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmanns Nova, og lögreglumannsins GunnarS Scheving Thorsteinssonar, lýtur að röngum sakargiftum og meintum brotum Öldu Hrönn í starfi sínu. Þrír voru handteknir í tengslum við málið á vormánuðum árs 2014. Tveir þeirra voru ekki ákærðir en Gunnar Scheving var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu. Honum var hins vegar ekki gerð refsing fyrir brot sitt. Þá hafði hann verið ákærður fyrir að fletta upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar en sá liður var felldur niður.
Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27 Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13
Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27
Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42