Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2016 22:27 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða saka Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um brot í starfi og krefjast þess að hún verði ákærð og gerð þyngsta refsing sem lög leyfa. Þá vilja þeir að hún verði svipt embætti sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.RÚV birti kærurnar á hendur Öldu Hrönn í kvöld. Mennirnir tveir sem kæra hana eru fyrrverandi starfsmaður Nova og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, en hann sætti ákæru í málinu. Þeir saka Öldu Hrönn meðal annars um ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og hlutdeild í dreifingu hefndarkláms.Sjá einnig:Gunnar sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Hæstarétti Tvímenningarnir krefjast þess að meint brot Öldu Hrannar í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð og fara fram á skaðabætur úr hendi hennar. Gunnar Scheving segir Öldu Hrönn hafa borið á sér tilbúnar sakir án tilefnis eða málefnalegra ástæða fyrir grunsemdum. Hún hafi aflað án heimildar afrita af einkasamræðum við trúnaðarvini og notað þau til að hefja rannsókn á sér og tveimur vinum. Hann segir jafnframt að á meðal þeirra gagna sem Alda Hrönn hafi tekið við og dreift án þess að lögreglumál væri í gangi, eða aðstæður hafi réttlætt slíkt athæfi, hafi verið nektarmynd af sér. „Ekki verður annað séð en að athæfi Öldu Hrannar falli undir verknaðarlýsingu á hlutdeild í dreifingu hefndarkláms,“ segir í kærunni, sem birt var í heild á vef RÚV. Gunnar segir afleiðingar þess hafa haft áhrif á sálarlíf sitt og fer fram á skaðabætur úr hendi Öldu. Gunnar fer fram á að meint brot Öldu verði rannsökuð í þaula og að rannsóknarheimildum héraðssaksóknara verði beitt til hins ítrasta. Hæstiréttur sakfelldi Gunnar í janúar síðastliðnum fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnarnar tengdust starfi hans, en var sá ákæruliður felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Gunnari var ekki gerð refsing í málinu en Hæstiréttur leit meðal annars til þess að hann hefur ekki hlotið dóm áður. Ríkissaksóknari sagði í samtali við RÚV í mars í fyrra að gögn gæfu ekki til kynna að nokkuð sé hæft í þeim fullyrðingum Gunnars um að málið hafi verið rannsakað án heimildar af Öldu Hrönn. Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða saka Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um brot í starfi og krefjast þess að hún verði ákærð og gerð þyngsta refsing sem lög leyfa. Þá vilja þeir að hún verði svipt embætti sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.RÚV birti kærurnar á hendur Öldu Hrönn í kvöld. Mennirnir tveir sem kæra hana eru fyrrverandi starfsmaður Nova og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, en hann sætti ákæru í málinu. Þeir saka Öldu Hrönn meðal annars um ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og hlutdeild í dreifingu hefndarkláms.Sjá einnig:Gunnar sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Hæstarétti Tvímenningarnir krefjast þess að meint brot Öldu Hrannar í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð og fara fram á skaðabætur úr hendi hennar. Gunnar Scheving segir Öldu Hrönn hafa borið á sér tilbúnar sakir án tilefnis eða málefnalegra ástæða fyrir grunsemdum. Hún hafi aflað án heimildar afrita af einkasamræðum við trúnaðarvini og notað þau til að hefja rannsókn á sér og tveimur vinum. Hann segir jafnframt að á meðal þeirra gagna sem Alda Hrönn hafi tekið við og dreift án þess að lögreglumál væri í gangi, eða aðstæður hafi réttlætt slíkt athæfi, hafi verið nektarmynd af sér. „Ekki verður annað séð en að athæfi Öldu Hrannar falli undir verknaðarlýsingu á hlutdeild í dreifingu hefndarkláms,“ segir í kærunni, sem birt var í heild á vef RÚV. Gunnar segir afleiðingar þess hafa haft áhrif á sálarlíf sitt og fer fram á skaðabætur úr hendi Öldu. Gunnar fer fram á að meint brot Öldu verði rannsökuð í þaula og að rannsóknarheimildum héraðssaksóknara verði beitt til hins ítrasta. Hæstiréttur sakfelldi Gunnar í janúar síðastliðnum fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnarnar tengdust starfi hans, en var sá ákæruliður felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Gunnari var ekki gerð refsing í málinu en Hæstiréttur leit meðal annars til þess að hann hefur ekki hlotið dóm áður. Ríkissaksóknari sagði í samtali við RÚV í mars í fyrra að gögn gæfu ekki til kynna að nokkuð sé hæft í þeim fullyrðingum Gunnars um að málið hafi verið rannsakað án heimildar af Öldu Hrönn.
Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13