Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 22:13 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða, fyrrverandi starfsmaður Nova, og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem sætti ákæru í málinu, hafa kært Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglu höfuðborgarsvæðisins, til embættis héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi.Þetta kemur fram á RÚV.is en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við Vísi. Kæran var lögð fram í dag og er þess krafist að meint brot hennar, í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð, hún ákærð og dæmd til refsingar. Er þess einnig krafist að Alda Hrönn verði bæði svipt embætti sínu og lögmannsréttindum. Gunnar Scheving var handtekinn skömmu fyrir páska árið 2014 ásamt tveimur félögum sínum, hnepptur í gæsluvarðhald og síðar leystur frá störfum. Þremenningarnir höfðu á tímabili réttarstöðu sakborninga en Ríkissaksóknari felldi síðar niður mál á hendur félögum lögreglumannsins. Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hæstiréttur Íslands snéri síðar dómnum við Gunnari var ekki gerð refsing. Þá sakar maðurinn sem starfar hjá Nova, Öldu Hrönn um brot á friðhelgi einkalífsins og ærumeiðandi aðdróttanir sem kostuðu hann starfið. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða, fyrrverandi starfsmaður Nova, og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem sætti ákæru í málinu, hafa kært Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglu höfuðborgarsvæðisins, til embættis héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi.Þetta kemur fram á RÚV.is en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við Vísi. Kæran var lögð fram í dag og er þess krafist að meint brot hennar, í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð, hún ákærð og dæmd til refsingar. Er þess einnig krafist að Alda Hrönn verði bæði svipt embætti sínu og lögmannsréttindum. Gunnar Scheving var handtekinn skömmu fyrir páska árið 2014 ásamt tveimur félögum sínum, hnepptur í gæsluvarðhald og síðar leystur frá störfum. Þremenningarnir höfðu á tímabili réttarstöðu sakborninga en Ríkissaksóknari felldi síðar niður mál á hendur félögum lögreglumannsins. Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hæstiréttur Íslands snéri síðar dómnum við Gunnari var ekki gerð refsing. Þá sakar maðurinn sem starfar hjá Nova, Öldu Hrönn um brot á friðhelgi einkalífsins og ærumeiðandi aðdróttanir sem kostuðu hann starfið.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22