Luis Suárez, framherji Barcelona á Spáni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann.
Bannið fær hann fyrir að hafa „að sögn tekið þátt í ryskingum“ inn í leikmannagönunum fyrir leik Barcelona gegn Espanyol á dögunum.
Barcelona ætlar að áfrýja þessum úrskurði spænska knattspyrnusambandsins.
Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez fer í leikbann á sínum ferli en hann var úrskurðaður í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á HM 2014.
Suárez hefur verið magnaður með Barcelona á leiktíðinni og skorað 15 mörk í deildinni auk þess sem hann hefur lagt upp önnur fjögur.
Hann skoraði fimm mörk í heimsmeistarakeppni félagsliða og bætti við fimm til viðbótar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
