Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra vísir/ernir Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Búvörusamningar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Búvörusamningar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira