Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 07:00 Börn í Melaskóla standa hönd i hönd á skólalóðinni en samheldnin virðist minni meðal starfsmanna skólans. vísir/Vilhelm Síðustu daga hafa verið fluttar fréttir af þrjátíu kennurum Melaskóla sem hótað hafa uppsögn við skólann ef skólastjórinn, Dagný Annasdóttir, kemur aftur til starfa í lok mars eftir veikindaleyfi. Þó er enn mjög á huldu hvar vandinn nákvæmlega liggur. Í Stundinni var birt nafnlaust viðtal við kennara í Melaskóla sem sagði Dagnýju leggja kennara í einelti og stjórna með harðri hendi. Engin sértæk dæmi eru tínd til. Dagný vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum. „Með hagsmuni barnanna í skólanum að leiðarljósi tel ég ekki rétt að tjá mig um málið,“ útskýrir hún. „Afstaða mín byggist líka á því að halda eins mikinn frið um skólastarfið og mögulegt er við þessar aðstæður.“Mætti strax mikilli andúð Í fimm áratugi, frá árinu 1959 til 2013, tók innanhúsmaður við stöðu skólastjóra í Melaskóla. Í flestum tilfellum erfði aðstoðarskólastjóri stöðuna. Fyrir þremur árum var sú hefð brotin þegar Dagný var ráðin skólastjóri en sextán sóttu um stöðuna, þar á meðal starfandi aðstoðarskólastjóri Melaskóla.Dagný Annasdóttir til vinstriKennari við Melaskóla sem Fréttablaðið ræddi við segir Dagnýju aldrei hafa fengið tækifæri innan veggja skólans og hún hafi strax mætt mikilli andúð. Hann segir kennararæði ríkja í skólanum og fólk alls ekki tilbúið að taka stjórn. Því hafi tilburðir Dagnýjar til að taka stjórnina fallið í grýttan jarðveg. Hún hafi þurft að fara í erfiðar aðgerðir, niðurskurð og fylgja kjarasamningum, en uppskorið persónulega óvild í sinn garð. Kennarinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við útskúfun í kennarahópnum en hann segir mikinn þrýsting vera meðal kennarahópsins að koma Dagnýju úr starfi. Fullyrðir hann að margir kennarar sem skrifuðu undir undirskriftalistann hafi verið beittir þrýstingi til þess og ótti sé ríkjandi við sterka kennaraklíku sem gangi hvað harðast gegn Dagnýju. Ómöguleiki í kringum Dagnýju Annar kennari sem Fréttablaðið ræddi við segir upplifun sína af skólastjóranum stangast á við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hann segir Dagnýju vissulega hafa viljað gera breytingar þegar hún hóf störf – en margar hafi verið mjög af hinu góða – enda tækjakostur og húsnæði í niðurníðslu. Kennarinn tekur dæmi um kaffistofu kennara. Hún hefur alltaf verið tvískipt og lengi verið vilji kennara að sameina stofuna. Þegar Dagný réðst í það verk þá varð mikil óánægjubylgja meðal kennara. Segir kennarinn að þetta sé dæmi um þann ómöguleika sem ríkir í kringum skólastjórann. Síðustu ár erfið fyrir skólastjóra Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur, fordæmir einhliða umfjöllun fjölmiðla síðustu daga. „Mér finnst þetta óvægið og fjölmiðlar eiga ekki að vinna svona. Þetta snýst um manneskju og þetta eru alvarlegar ásakanir. Þessi einhliða umfjöllun hefur áhrif á traust til skólans og getur skaðað starfsemina,“ segir hún.Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Skólastjórafélags ReykjavíkurÞess má geta að ítrekað hefur verið reynt að ná í Dagnýju og óskað eftir viðbrögðum hennar síðustu daga. Ekki hefur því fengist önnur hlið á málinu fyrr en nú. Í því samhengi játar Guðlaug að ábyrgðin liggi einnig hjá kennurum Melaskóla. „Þetta á að fara í eðlilega ferla. Ef fólk hefur áhyggjur af stjórnun í skólanum á það að láta vita á réttum stöðum. En ekki fara í fjölmiðla.“ Guðlaug segir síðustu ár hafa verið erfið fyrir skólastjórnendur. Það hafi hún heyrt úr fleiri en einni átt. „Við erum oft í því hlutverki að ganga inn í mál, skera niður og semja við okkar fólk um önnur kjör og aðrar aðstæður. Þetta er ekki alltaf vinsælt.“ Frá hruni hefur verið skorið niður í skólakerfinu og nýir kjarasamningar hafa ekki farið vel í alla kennara. „En stjórnandi þarf að taka ábyrgðina og taka erfiðar ákvarðanir. Það er hans starf.“ Guðlaug ítrekar að það eigi að fara réttan farveg í svo viðkvæmum málum. „Mér finnst þetta forkastanlegt og að draga foreldra út í þetta finnst mér skelfilegt. Svo eru stjórnendur bundnir trúnaði og geta ekki varið sig.“ Tengdar fréttir Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Síðustu daga hafa verið fluttar fréttir af þrjátíu kennurum Melaskóla sem hótað hafa uppsögn við skólann ef skólastjórinn, Dagný Annasdóttir, kemur aftur til starfa í lok mars eftir veikindaleyfi. Þó er enn mjög á huldu hvar vandinn nákvæmlega liggur. Í Stundinni var birt nafnlaust viðtal við kennara í Melaskóla sem sagði Dagnýju leggja kennara í einelti og stjórna með harðri hendi. Engin sértæk dæmi eru tínd til. Dagný vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum. „Með hagsmuni barnanna í skólanum að leiðarljósi tel ég ekki rétt að tjá mig um málið,“ útskýrir hún. „Afstaða mín byggist líka á því að halda eins mikinn frið um skólastarfið og mögulegt er við þessar aðstæður.“Mætti strax mikilli andúð Í fimm áratugi, frá árinu 1959 til 2013, tók innanhúsmaður við stöðu skólastjóra í Melaskóla. Í flestum tilfellum erfði aðstoðarskólastjóri stöðuna. Fyrir þremur árum var sú hefð brotin þegar Dagný var ráðin skólastjóri en sextán sóttu um stöðuna, þar á meðal starfandi aðstoðarskólastjóri Melaskóla.Dagný Annasdóttir til vinstriKennari við Melaskóla sem Fréttablaðið ræddi við segir Dagnýju aldrei hafa fengið tækifæri innan veggja skólans og hún hafi strax mætt mikilli andúð. Hann segir kennararæði ríkja í skólanum og fólk alls ekki tilbúið að taka stjórn. Því hafi tilburðir Dagnýjar til að taka stjórnina fallið í grýttan jarðveg. Hún hafi þurft að fara í erfiðar aðgerðir, niðurskurð og fylgja kjarasamningum, en uppskorið persónulega óvild í sinn garð. Kennarinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við útskúfun í kennarahópnum en hann segir mikinn þrýsting vera meðal kennarahópsins að koma Dagnýju úr starfi. Fullyrðir hann að margir kennarar sem skrifuðu undir undirskriftalistann hafi verið beittir þrýstingi til þess og ótti sé ríkjandi við sterka kennaraklíku sem gangi hvað harðast gegn Dagnýju. Ómöguleiki í kringum Dagnýju Annar kennari sem Fréttablaðið ræddi við segir upplifun sína af skólastjóranum stangast á við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hann segir Dagnýju vissulega hafa viljað gera breytingar þegar hún hóf störf – en margar hafi verið mjög af hinu góða – enda tækjakostur og húsnæði í niðurníðslu. Kennarinn tekur dæmi um kaffistofu kennara. Hún hefur alltaf verið tvískipt og lengi verið vilji kennara að sameina stofuna. Þegar Dagný réðst í það verk þá varð mikil óánægjubylgja meðal kennara. Segir kennarinn að þetta sé dæmi um þann ómöguleika sem ríkir í kringum skólastjórann. Síðustu ár erfið fyrir skólastjóra Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur, fordæmir einhliða umfjöllun fjölmiðla síðustu daga. „Mér finnst þetta óvægið og fjölmiðlar eiga ekki að vinna svona. Þetta snýst um manneskju og þetta eru alvarlegar ásakanir. Þessi einhliða umfjöllun hefur áhrif á traust til skólans og getur skaðað starfsemina,“ segir hún.Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Skólastjórafélags ReykjavíkurÞess má geta að ítrekað hefur verið reynt að ná í Dagnýju og óskað eftir viðbrögðum hennar síðustu daga. Ekki hefur því fengist önnur hlið á málinu fyrr en nú. Í því samhengi játar Guðlaug að ábyrgðin liggi einnig hjá kennurum Melaskóla. „Þetta á að fara í eðlilega ferla. Ef fólk hefur áhyggjur af stjórnun í skólanum á það að láta vita á réttum stöðum. En ekki fara í fjölmiðla.“ Guðlaug segir síðustu ár hafa verið erfið fyrir skólastjórnendur. Það hafi hún heyrt úr fleiri en einni átt. „Við erum oft í því hlutverki að ganga inn í mál, skera niður og semja við okkar fólk um önnur kjör og aðrar aðstæður. Þetta er ekki alltaf vinsælt.“ Frá hruni hefur verið skorið niður í skólakerfinu og nýir kjarasamningar hafa ekki farið vel í alla kennara. „En stjórnandi þarf að taka ábyrgðina og taka erfiðar ákvarðanir. Það er hans starf.“ Guðlaug ítrekar að það eigi að fara réttan farveg í svo viðkvæmum málum. „Mér finnst þetta forkastanlegt og að draga foreldra út í þetta finnst mér skelfilegt. Svo eru stjórnendur bundnir trúnaði og geta ekki varið sig.“
Tengdar fréttir Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25