Gengur ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 19:47 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar vegna þess að hún gangi með formannsembættið í maganum. Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Sigríði Ingibjörgu og Helga Hjörvar þingflokksformann frjálst að leggja frumvarpið fram en það sé ekki í samræmi við stefnu flokksins um að fólk hafi val á lánaleiðum á meðan ekki sé tekinn upp annar gjaldmiðill.Er það ekki skynsamlegt?„Jú, en þetta er bara ekki raunverulegt val. Því meðan að lánveitendur hafa kost á að veita annars vegar lán þar sem lántaki tekur alla áhættu af verðbólgunni og hins vegar lán þar sem áhættunni er deilt, er auðvitað hvati til að ýta fólki inn í verðtryggðu lánin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Frumvarpið sé lagt fram af einlægni og ekki sem pólitískt klækjabragð gagnvart framsóknarmönnum sem boðað hafa afnám verðtryggingarinnar. „Ég trúi ekki öðru en að Framsóknarflokkurinn styðji þetta mál. Þetta var afdráttarlaust kosningaloforð. Ég hef meðal annars verið að bíða eftir því að þau leggðu fram frumvarp um þetta efni. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu um verðtrygginguna við forsætisráðherra í eitt ár sem hann hefur ekki orðið við. Og nú er hann farinn að varpa af sér pólitískri ábyrgð á málinu og farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á landsfundi Samfylkingarinnar í mars í fyrra bauð Sigríður Ingibjörg sig óvænt fram gegn Árna Páli í embætti formanns flokksins og tapaði þeirri kosningu með aðeins einu atkvæði. Hún segir framlagningu frumvarpsins ekki hafa neitt með þá staðreynd að gera. „Þetta mál hefur verið mjög lengi í umræðu innan þingflokks Samfylkingarinnar og hefði í raun og veru verið komið fyrr fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu hans [Árna Páls]. Ég hefði talið að hann ætti að fagna því að við tökum þetta þetta stóra mál og fáum núna grundvallarumræðu um það. Það eru deildar meiningar um þetta í öllu samfélaginu,“ segir hún.Það liggur fyrir að það verður kosið um formann næsta haust. Ertu að hugsa þér til hreyfings aftur?„Ég geng ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar vegna þess að hún gangi með formannsembættið í maganum. Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Sigríði Ingibjörgu og Helga Hjörvar þingflokksformann frjálst að leggja frumvarpið fram en það sé ekki í samræmi við stefnu flokksins um að fólk hafi val á lánaleiðum á meðan ekki sé tekinn upp annar gjaldmiðill.Er það ekki skynsamlegt?„Jú, en þetta er bara ekki raunverulegt val. Því meðan að lánveitendur hafa kost á að veita annars vegar lán þar sem lántaki tekur alla áhættu af verðbólgunni og hins vegar lán þar sem áhættunni er deilt, er auðvitað hvati til að ýta fólki inn í verðtryggðu lánin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Frumvarpið sé lagt fram af einlægni og ekki sem pólitískt klækjabragð gagnvart framsóknarmönnum sem boðað hafa afnám verðtryggingarinnar. „Ég trúi ekki öðru en að Framsóknarflokkurinn styðji þetta mál. Þetta var afdráttarlaust kosningaloforð. Ég hef meðal annars verið að bíða eftir því að þau leggðu fram frumvarp um þetta efni. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu um verðtrygginguna við forsætisráðherra í eitt ár sem hann hefur ekki orðið við. Og nú er hann farinn að varpa af sér pólitískri ábyrgð á málinu og farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á landsfundi Samfylkingarinnar í mars í fyrra bauð Sigríður Ingibjörg sig óvænt fram gegn Árna Páli í embætti formanns flokksins og tapaði þeirri kosningu með aðeins einu atkvæði. Hún segir framlagningu frumvarpsins ekki hafa neitt með þá staðreynd að gera. „Þetta mál hefur verið mjög lengi í umræðu innan þingflokks Samfylkingarinnar og hefði í raun og veru verið komið fyrr fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu hans [Árna Páls]. Ég hefði talið að hann ætti að fagna því að við tökum þetta þetta stóra mál og fáum núna grundvallarumræðu um það. Það eru deildar meiningar um þetta í öllu samfélaginu,“ segir hún.Það liggur fyrir að það verður kosið um formann næsta haust. Ertu að hugsa þér til hreyfings aftur?„Ég geng ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28
Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43
Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11