Ferðaðist Moore meðal annars til Noregs, Ítalíu, Frakklands og Íslands þar sem hann tók marga þjóðþekkta einstaklinga á tali hér á landi. Þeirra á meðal má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara.
Kvikmyndagerðafólk á vegum Moore fór einnig í heimsókn í Kvíabryggjufangelsið en Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, sem eru í afplánun í fangelsinu vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu, kvörtuðu undan heimsókninni til Umboðsmanns Alþingis.
Það er umtalsvert lægra en myndin hans The Big One, frá árinu 1998, tók inn í miðasölu, 4.452 dollara, og einnig lægra en kvikmyndin hans Canadian Bacon frá árinu 1995.
Það er einnig mun lægra en myndin hans frá árinu 2009, Capitalism: A Love Story þénaði í miðasölu, 57.991 dollara.
Frumsýna átti myndina fyrir jól og þótti hún á tímabili líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Svo fór að hún var ekki tekin til almennra sýninga fyrr en um liðna helgi. Ráðgert er að sýna hana í Þýskalandi, Lúxemborg, Grikklandi, Svíþjóð og Hollandi í vor. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verður sýnd í Bretlandi.
Á vef Smárabíós kemur fram að myndin verði tekin til sýninga hér á landi 18. mars.
Myndin er með 6,6 í einkunn á vefnum IMDb.com þegar þetta er ritað, metin 76 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes og með 63 í einkunn á vef Metacritic.