Lífið

Moore farinn af landi brott

Stefán Árni Pálsson skrifar
Moore var á landinu um helgina.
Moore var á landinu um helgina. VÍSIR/GETTY/HELGI KRISTINN
Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn.

Kjarninn greinir frá þessu en óljóst er af hverju þessi þekkti heimildargerðamaður hafi verið á landinu. Upphaflega var talið að hann væri hér til að vinna að heimildarmynd um norska og íslenska heilbrigðiskerfið en Kjarninn fullyrðir að svo sé ekki.

Sjá einnig: Michael Moore á landinu

Moore er sennilega þekktasti heimildarmyndagerðamaður í heiminum en myndir á borð við Bowling for Columbine, sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir árið 2002,  og Fahrenheit 9/11 eru eftir kappann.

Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust

Moore hitti meðal annars feðgana Jón Gnarr og Frosta Gnarr á föstudaginn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×