Leikkonan sem lék Liesl von Trapp er látin Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 08:10 Charmian Carr hóf rekstur á eigin fyrirtæki á sviði innanhússhönnunar í Kaliforníu eftir að stuttum kvikmyndaferli lauk. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Charmian Carr, sem fór með hlutverk Liesl von Trapp í kvikmyndinni The Sound of Music, er látin, 73 ára að aldri. Talsmaður leikkonunnar segir Carr hafa andast í Los Angeles af völdum heilabilunar. Í kvikmyndinni The Sound of Music söng Carr meðal annars lagið Sixteen Going on Seventeen. Eftir að hafa sagt skilið við leiklistina hóf Carr rekstur á eigin fyrirtæki á sviði innanhússhönnunar í Kaliforníu. Í frétt BBC kemur fram að móðir Carr hafi á sínum tíma skráð dóttur sína í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Liesl, elstu dóttur Georgs von Trapp, þrátt fyrir að hún hafi aldrei farið í söng- eða leiklistartíma. Carr skrifaði síðar tvær bækur þar sem hún segir frá Sound of Music-ævintýri sínu, Forever Liesl og Letters to Liesl. Auk hlutverksins í The Sound of Music var eina kvikmyndahlutverk hennar í sjónvarpssöngleik Stephen Sondheim, Evening Promise. Kym Karath, sem fór með hlutverk Gretl í The Sound of Music minntist Carr á Twitter-síðu sinni og sagði hana hafa verið sem systir sín allar götur frá upptökum myndarinnar. One of Charmian's and many happy times together . She has been like a sister throughout my life . Excruciating . pic.twitter.com/IXPok2I1e4— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016 It is with infinite sadness that I share the tragic news that the precious & exquisite Charmian Carr , beautiful Liesl , has passed away .— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Charmian Carr, sem fór með hlutverk Liesl von Trapp í kvikmyndinni The Sound of Music, er látin, 73 ára að aldri. Talsmaður leikkonunnar segir Carr hafa andast í Los Angeles af völdum heilabilunar. Í kvikmyndinni The Sound of Music söng Carr meðal annars lagið Sixteen Going on Seventeen. Eftir að hafa sagt skilið við leiklistina hóf Carr rekstur á eigin fyrirtæki á sviði innanhússhönnunar í Kaliforníu. Í frétt BBC kemur fram að móðir Carr hafi á sínum tíma skráð dóttur sína í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Liesl, elstu dóttur Georgs von Trapp, þrátt fyrir að hún hafi aldrei farið í söng- eða leiklistartíma. Carr skrifaði síðar tvær bækur þar sem hún segir frá Sound of Music-ævintýri sínu, Forever Liesl og Letters to Liesl. Auk hlutverksins í The Sound of Music var eina kvikmyndahlutverk hennar í sjónvarpssöngleik Stephen Sondheim, Evening Promise. Kym Karath, sem fór með hlutverk Gretl í The Sound of Music minntist Carr á Twitter-síðu sinni og sagði hana hafa verið sem systir sín allar götur frá upptökum myndarinnar. One of Charmian's and many happy times together . She has been like a sister throughout my life . Excruciating . pic.twitter.com/IXPok2I1e4— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016 It is with infinite sadness that I share the tragic news that the precious & exquisite Charmian Carr , beautiful Liesl , has passed away .— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira