Líkur á samstarfi aukast Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:43 Bjarni Ben, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson skunda í átt að viðræðum Vísir/Vilhelm/Anton Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00
Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41