Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 19:00 Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira