Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 12:41 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fyrir miðju ásamt þeim Smára McCarthy og Einari Brynjólfssyni. Vísir/Anton „Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
„Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13