Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nadine Yaghi skrifar 27. júlí 2016 06:00 Lögregluyfirvöld á Íslandi vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
„Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira