Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 15:08 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent