Innlent

Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundinum í Stjórnarráðinu í morgun.
Frá fundinum í Stjórnarráðinu í morgun. vísir/ernir
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. Katrín segir að ráðherrann hafi ekki lagt fram neinn málalista fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar og þá hafi ekki verið sett nein dagsetning á kosningar sem halda á í haust.

„Okkar krafa hefur auðvitað verið sú að kjósa í vor en hann sagði á fundinum að ríkisstjórnin ætlaði sér að halda kosningar í haust. Hann gaf hins vegar ekkert út neina dagsetningu og þá lagði hann ekki til neinn málalista frá ríkisstjórninni,“ segir Katrín í samtali við Vísi.

Hún segir að forsætisráðherra hafi rætt mikið um það að hann vildi efla samtal við stjórnarandstöðuna, sem væri vissulega gott, en málin hafi verið rædd meira vítt og breitt og engin niðurstaða hafi í raun verið á fundinum.

 

„Ég gerði honum grein fyrir því að við í Vinstri grænum myndum bíða og sjá og taka málefnalega afstöðu til hvers og eins máls ríkisstjórnarinnar þegar þau fara að koma fram, en forsætisráðherra nefndi engin ný mál heldur aðeins þetta sem komið hefur fram, húsnæðismálin og höftin,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×