Skólameistari hefur áhyggjur af nemendunum í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. vísir/pjetur Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira