Skólameistari hefur áhyggjur af nemendunum í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. vísir/pjetur Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent