Starfsandinn er í molum hjá lögreglunni á Norðvesturlandi Sveinn Arnarsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sauðárkrókur Ólga er innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Starfsandinn er í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn eru óásættanleg. Hafa starfandi lögreglumenn brugðið á það ráð að senda lögreglustjóranum bréf sem hann hefur ekki svarað. Á fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi í upphafi mánaðarins var ákveðið að senda bréfið og krefjast úrbóta þar sem starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið væru í ólestri. Bréfið má sjá hér til hliðar. Var óskað eftir því að lögreglustjórinn, Páll Björnsson, myndi svara bréfinu efnislega og koma með tillögur að úrbótum fyrir 25. október. Ekkert bólaði á svarinu í gær.Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi þar sem hann er yfirlögregluþjónn á svæðinu.Mikil umræða hefur verið um löggæslumál á Norðvesturlandi þar sem fáir eru á vakt enda svæðið stórt og víðfeðmt. Í sumar, þegar bifreið fór í sjóinn á Hvammstanga með þeim afleiðingum að maður drukknaði, tók það lögregluna tvær klukkustundir að koma á staðinn. Nú eru lögreglumenn úr umdæminu á námskeiði í Reykjavík og á meðan er undirmannað á vöktum á svæðinu. Einn lögreglumaður er á Sauðárkróki og annar á vakt á Blönduósi. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og formaður bæjarráðs Skagafjarðar, vék af fundi þegar umræða um stjórnun embættisins fór fram. „Ég vék af fundi til þess að menn gætu rætt þetta opinskátt. Ég er yfirlögregluþjónn á svæðinu og því þótti mér réttara að víkja af fundi,“ segir Stefán Vagn. Undir bréfið sem sent var Páli, skrifuðu þeir Vilhjálmur Stefánsson og Pétur Björnsson sem er formaður lögreglufélagsins á Norðvesturlandi. Pétur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið vegna bréfsins. Hann taldi eðlilegt að ræða það fyrst við lögreglustjórann á svæðinu áður en það yrði rætt í fjölmiðlum. Ekki náðist í Pál Björnsson lögreglustjóra þar sem hann er í fríi erlendis.Bréfið í heild sinni:Félagsfundurinn haldinn þann 6.10.2016 sendir lögerglustjóra eftirfarandi erindi:„Eins og lögreglustjóra er kunnugt um er starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið í miklum ólestri og því óskum við eftir því að lögreglustjóri bregðist við því sem allra fyrst. Fundurinn hefur áhyggjur af því að félagsmenn séu farnir að leita sér að öðrum störfum. Óskum við eftir tillögum að úrlausnum sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir 25. október næstkomandi,“kveðjaF.h. félagsfundarVilhjálmur Stefánsson, gjaldkeri LNVPétur Björnsson, Formaður LNVFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Ólga er innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Starfsandinn er í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn eru óásættanleg. Hafa starfandi lögreglumenn brugðið á það ráð að senda lögreglustjóranum bréf sem hann hefur ekki svarað. Á fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi í upphafi mánaðarins var ákveðið að senda bréfið og krefjast úrbóta þar sem starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið væru í ólestri. Bréfið má sjá hér til hliðar. Var óskað eftir því að lögreglustjórinn, Páll Björnsson, myndi svara bréfinu efnislega og koma með tillögur að úrbótum fyrir 25. október. Ekkert bólaði á svarinu í gær.Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi þar sem hann er yfirlögregluþjónn á svæðinu.Mikil umræða hefur verið um löggæslumál á Norðvesturlandi þar sem fáir eru á vakt enda svæðið stórt og víðfeðmt. Í sumar, þegar bifreið fór í sjóinn á Hvammstanga með þeim afleiðingum að maður drukknaði, tók það lögregluna tvær klukkustundir að koma á staðinn. Nú eru lögreglumenn úr umdæminu á námskeiði í Reykjavík og á meðan er undirmannað á vöktum á svæðinu. Einn lögreglumaður er á Sauðárkróki og annar á vakt á Blönduósi. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og formaður bæjarráðs Skagafjarðar, vék af fundi þegar umræða um stjórnun embættisins fór fram. „Ég vék af fundi til þess að menn gætu rætt þetta opinskátt. Ég er yfirlögregluþjónn á svæðinu og því þótti mér réttara að víkja af fundi,“ segir Stefán Vagn. Undir bréfið sem sent var Páli, skrifuðu þeir Vilhjálmur Stefánsson og Pétur Björnsson sem er formaður lögreglufélagsins á Norðvesturlandi. Pétur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið vegna bréfsins. Hann taldi eðlilegt að ræða það fyrst við lögreglustjórann á svæðinu áður en það yrði rætt í fjölmiðlum. Ekki náðist í Pál Björnsson lögreglustjóra þar sem hann er í fríi erlendis.Bréfið í heild sinni:Félagsfundurinn haldinn þann 6.10.2016 sendir lögerglustjóra eftirfarandi erindi:„Eins og lögreglustjóra er kunnugt um er starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið í miklum ólestri og því óskum við eftir því að lögreglustjóri bregðist við því sem allra fyrst. Fundurinn hefur áhyggjur af því að félagsmenn séu farnir að leita sér að öðrum störfum. Óskum við eftir tillögum að úrlausnum sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir 25. október næstkomandi,“kveðjaF.h. félagsfundarVilhjálmur Stefánsson, gjaldkeri LNVPétur Björnsson, Formaður LNVFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira