„Jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:07 Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi notaði dúkku til að aðstoða sig við að svara spurningum í beinni hjá Nova. Vísir/GVA Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21
Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50