Innlent

Bein útsending frá Alþingi: Bjarni og Sigurður sitja fyrir svörum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra svara spurningum þingmanna í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra svara spurningum þingmanna í dag. Vísir/Pjetur
Boðað hefur verið til þingfundar klukkan hálf ellefu í dag og verður hann í beinni útsendingu hér á Vísi. Þetta er fyrsti þingfundurinn sem kallað hefur verið til síðan á mánudag. Á mánudag var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra krafinn svara um félagið Wintris. Hann mun formlega segja af sér vegna málsins í dag. 

Á dagskrá verða óundirbúnar fyrirspurnir og til svara verða fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Áætlað er að óundirbúnu fyrirspurnirnar taki um eina klukkustund.

Uppfært:

Fundi hefur verið frestað vegna tæknivandamála. Hann hefst að nýju klukkan ellefu. Nánari upplýsingar um málið hér. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×