Bananarnir flugu fyrir utan árshátíð Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:00 Hópurinn beinar aðgerðir stóð fyrir mótmælum fyrir utan Hótel Sögu í gær þar sem árleg þingveisla Alþingis var haldin. Vísir/Getty/Vilhelm/Ernir Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07