Vefsíðan Football Leaks heldur áfram að birta samninga heimsþekktra knattspyrnumanna á heimasíðu sinni. Í þetta sinn er það launasamningur Kólumbíumannsins James Rodriguez við Real Madrid.
Football Leaks berst fyrir því að svipta hulunni af félagaskiptum og samningamálum leikmanna og hefur birt fjölda skjala í þeim tilgangi.
Í dag birtust þrjú ný gögn á heimasíðunni og meðal þeirra er launsamningur Rodriguez, sem er samningsbundinn Real Madrid til 2020.
Þar kemur í ljós að Rodriguez fékk sjö milljónir evra (tæpan milljarð króna) í árslaun á fyrsta ári samningsins en svo 7,75 milljónir evra (1,1 milljarð króna) á hverju ári eftir það til samningsloka.
Samninginn má sjá hér sem og önnur gögn sem Football Leaks hafa birt.
Sjáðu samning Real Madrid við James
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn



Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði
Enski boltinn

Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“
Enski boltinn