Farfuglarnir streyma til landsins: Lóurnar ættu að ná til landsins fyrir páska Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2016 15:17 Tjaldurinn er kominn til landsins og er einn af vorboðunum. Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“ Lóan er komin Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“
Lóan er komin Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira